Bláa lónið fær Bláfánann
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar afhenti Bláa lóninu hf. Bláfánann þ. 30. maí sl. Þetta er í fimmta sinn sem Bláa lónið fær fánann bláa en endurnýja þarf umsókn um fánann árlega. Bláfáninn er umhverfismerki fyrir smábátahafnir og baðstrendur sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna. Bláa Lónið leggur metnað í að starfsemi fyrirtækisins sé væn umhverfinu í hvívetna og uppfyllir öll skiyrði umhverfismerkisins.
Í dag hafa 3 fyrirtæki á Íslandi, auk Bláa lónsins Bláfánann, þ.e. höfnin Borgarfirði Eystri, Stykkishólmshöfn og Nauthólsvík - ylströnd. Bláfánaveifu hafa síðan hvalaskoðunarfyrirtækin Gentle Giant, Elding hvalaskoðun og Hafsúlan hvalaskoðun. Smábátar geta einnig sótt um að fá BF-veifu (Bláfánaveifu).
Bláfáninn (Blue flag) er umhverfismerki sem er virkt í 36 löndum og er eitt af verkefnum FEE (The Foundation for Environmental Education). Sjá vef Blue Flag Programme.
Landvernd er umboðsaðili Bláfánans hér á landi.
Sjá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð um Bláfánann á vef Landverndar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bláa lónið fær Bláfánann“, Náttúran.is: 2. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/02/bl-lni-hltu-blfnann/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.