Flestir leiðurskór umhveris- og heilsuspillandi
Orð dagsins 10. desember 2009
Flestir leðurskór innihalda efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta kom fram í könnun sem sænsku náttúruverndarsamtökin Naturskyddsföreningen létu gera. Efnin sem um ræðir eru væntanlega einkum notuð við sútun og litun leðursins. Málmar eru fyrirferðarmestir á þessum lista, einkum króm, en í nokkrum tilvikum fundust einnig kvikasilfur, arsen og blý. Auk málmanna fundust azolitarefni, formaldehýð o.fl. Flest eiga þessi efni það sameiginlegt að geta valdið ofnæmi, auk þess sem þau hafa skaðleg áhrif á umhverfið, m.a. þegar skónum er fargað. Helstu ráð neytenda til að forðast þessi efni í skónum eru að kaupa skó með lífrænni vottun eða Evrópublóminu, velja leður sem er sútað með jurtum og spyrja söluaðila um efnainnihald vörunnar og umhverfisvottun framleiðandans. Svo er líka þjóðráð að nýta skóna lengur og kaupa fótabúnað úr náttúrulegu gúmmíi. Naturskyddsföreningen hefur áður látið gera sams konar kannanir á efnainnihaldi m.a. í plastskóm, stuttermabolum og sólarvörn.
Lesið frétt dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS) í gær
og frétt á heimasíðu Naturskyddsföreningen 3. desember sl.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Flestir leiðurskór umhveris- og heilsuspillandi“, Náttúran.is: 10. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/15/flestir-leiourskor-umhveris-og-heilsuspillandi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. desember 2009
breytt: 27. janúar 2011