Á þessu ári hefur meira en einn milljarður trjáa verið gróðursettur til að vinna gegn eyðingu skóga og loftslagsbreytingum. Þar munar mestu um 700 milljón tré sem hafa verið gróðursett í Eþíópíu. Þetta heimsátak í gróðursetningu á sér m.a. rætur í áeggjan keníska umhverfisverndarsinnans Wangari Maathai, sem hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2004. Markmiðið um milljarð trjáa á árinu 2007 var sett í nóvember á síðasta ári, en efasemdamenn töldu það með öllu óraunhæft. Nú hefur sem sagt annað komið á daginn. Í næstu viku hefst 13. þing aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna á Balí í Indónesíu. Í tilefni af því ætla þarlend stjórnvöld að gróðursetja 80 milljón tré á einum degi fyrir upphaf þingsins.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
29. nóvember 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 29. nóvember 2007“, Náttúran.is: 29. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/29/oro-dagsins-29-november-2007/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. nóvember 2007

Skilaboð: