Fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 verður haldið hið árlega vetrarundirbúningsnámskeið þar sem Magnús Bergsson sjálfur mun deila reynslu sinni með okkur. Er virkilega hægt að hjóla allan veturinn? Hvað þarf til að geta hjólað að vetrarlagi? Geta allir hjólað í hálku? Þola dempararnir kuldann? Frþs ekki keðjan? Hvað er hamingja? Hver er tilgangur lífsins? Öllum þessum spurningum verður svarað, öllum þínum spurningum varðandi hjól + vetur og miklu fleirum til. Námskeiðið er ókeypis og frítt inn á meðan húsrúm leifir.

Haustlitirnir eru komnir og fyrstu laufblöðin farin að dansa um göturnar. Þá er ekki úr vegi að yfirfara ljósabúnaðinn og glitaugun á hjólinu. Það er tilvalið að mæta á vetrarundirbúningsnámskeiðið með hjólið sitt og fá ráðleggingar við val á búnaði og yfirferð á gírum og bremsum í leiðinni (ef þess gæti þurft).  Aldrei að vita nema Magnús sýni líka galdurinn við að teina upp gjörð.

Heitt á könnunni og gott meðlæti.
Námskeiðið verður á Baðstofuloftinu að Brekkustíg 2, í gömlu slökkvistöðinni.

Birt:
6. október 2009
Tilvitnun:
Sesselja Traustadóttir „Fjallahjólaklúbburinn hjálpar þér við vetrarundirbúninginn“, Náttúran.is: 6. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/06/fjallahjolaklubburinn-hjalpar-ther-vio-vetrarundir/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. janúar 2011

Skilaboð: