Flatskjáir og orkan
Forstjóri raftækjaframleiðandans Sharp segir fyrirtækið ætla að leggja sitt af mörkum gegn hnattrænni hlýnun með framleiðslu umhverfisvænna sjónvarpsskjáa og vara sem ganga fyrir sólarorku.
Forstjórinn, Mikio Katayama, segir fyrirtækið ætla að keppast við að þróa gæðamestu LCD flatskjána. Hann segir einn mesta kost LCD skjáa vera að þeir noti minni orku en breiðari sjónvarpsskjáir.
Sharp er einn stærsti framleiðandi LCD flatskjáa ásamt samkeppnisaðilunum Sony og Samsung.
„Við ætlum að stuðla að fyrirbyggingu hnattrænnar hlýnunar með notkun hreinnar orku,” sagði Katayama.
Mikil samkeppni er meðal framleiðenda sjónvarpa sem keppast við að þróa stærri og þynnri skjái til þess að heilla neytendur með fáguðum sjónvörpum, sem hægt er að hengja á mjóa stöng eða uppá vegg.
Að mati Katayama er eftirspurnin mest um allan heim eftir LCD skjáum. LCD flatskjáir nota 60% af orkunni sem hefðbundin sjónvörp nota en Sharp eru nú að þróa LCD skjái sem minnka notkunina niður í 50%.
Sharp sýndu nýlega fyrirmynd sína af 65 tommu LCD skjá sem er aðeins 29 millimetrar á þykkt og notar minni orku en LCD og plasma skjáir sem eru í notkun í dag.
Birt:
Tilvitnun:
Orkusetur „Flatskjáir og orkan“, Náttúran.is: 11. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/11/flatskjair-og-orkan/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008