Áskorun til umhverfisráðherra
Sól á Suðurlandi skorar á umhverfisráðherra að ógilda álit Skipulagsstofnunar og tryggja með úrskurði sínum að framkvæmt verði heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík og allar tengdar framkvæmdir, sbr. kæru Landverndar.
Álver í Helguvík er langt frá því að vera einkamál sveitarstjórna í Reykjanesbæ og Garði þar sem virkjanir og háspennulínur hafa áhrif í nær öllum sveitarfélögum í Landnámi Ingólfs.
Ásókn sveitarfélaganna tveggja í auðlindir annarra gengur út fyrir allan þjófabálk. Enga orku er að finna í Garði og í besta falli er hægt að anna 20% af orkuþörf álversins með orku í landi Reykjanesbæjar. Fljótræði þessara tveggja sveitarstjórna er til þess fallið að setja ómaklegan þrýsting á þau sveitarfélög sem ætlað er að afsala sér auðlindum eða raska sínu landslagi til þess að áformin geti náð fram að ganga.
F.h. Sólar á Suðurlandi, Halldóra Gunnarsdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir og Ólafur Sigurjónsson.
Birt:
Tilvitnun:
Sól á Suðurlandi „Áskorun til umhverfisráðherra“, Náttúran.is: 18. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/18/askorun-til-umhverfisraoherra/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.