Fyrir nákvæmlega einu ári síðan kom út bók Þorsteins Úlfars Björnssonar Hjalladalur –síðasta sumarið en um er að ræða sérstæða ljósmyndabók með rúmlega 200 ljósmyndum, einskonar Road-Movie“ í bókarformi, grafískt verk um dal sem ekki er lengur sýnilegur enda kúrir hann nú á botni Hálslóns. Minningin um Hjalladal og fagra ásýnd hans er haldið á lofti í orði og myndum í bókinni.

Bókin er í vönduðu handgerðu bandi með harðkápu sem er plastdregin og lökkuð að hluta, en bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi, aðeins 100 árituðum og tölusettum eintökum og prentuð með 7 lita stafrænni prentun.

Um 40 eintök eru í boði nú og hægt er að nálgast eintak hjá höfundi steini@vortex.is.

Sjá dæmi um myndir í bókinn á Flickr síðu Þorsteins Úlfars Björnssonar.

Birt:
12. október 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hjalladalur - síðasta sumarið“, Náttúran.is: 12. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/12/hjalladalur-sioasta-sumario/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: