Fiskidagurinn mikli "Fjölskylduhátíð" er haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð ár hvert á fyrsta laugardegi eftir verslunarmannahelgina. Fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu ásamt góðum styrktaraðilum bjóða landsmönnnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu milli kl 11:00 og 17:00. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk.  Matseðilinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Af þeim er helst að nefna fiskborgarana sem grillaðir eru á lengsta grilli á Íslandi. Grillið er færiband og á því stikna borgararnir 8 metra leið. Á fjórtán grillstöðvum víða um svæðið grilla heimamenn allskonar fisktegundir legna í ljúffengri maríneringu. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá hefur prýtt hátíðina.

Sjá nánar á vef Fiskidagsins mikla.

Birt:
Aug. 1, 2010
Höfundur:
Fiskidagurinn mikli
Tilvitnun:
Fiskidagurinn mikli „Fiskidagurinn mikli á Dalvík 4. - 8. ágúst - 10 ára afmæli“, Náttúran.is: Aug. 1, 2010 URL: http://nature.is/d/2007/08/09/fiskidagurinn-mikii-dalvk/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 9, 2007
breytt: Sept. 13, 2010

Messages: