Úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum 2010
Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2010. Alls bárust 260 umsóknir, sem er um 18% fjölgun frá 2009 sem þá var metár.
Mörg áhugaverð verkefni
Heildarupphæð sem sótt var um var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir króna, eða 9.4%. Umsóknir voru almennt mjög vel vandaðar og verkefnin áhugaverð. Því reyndist sérlega erfitt að velja á milli umsókna.
Samtals 89 verkefni styrkt
Alls hlutu 89 verkefni styrk. Lægstu styrkirnir nema 70 þúsund krónum en þrjá hæstu styrkina, 3 milljónir hvert verkefni, fengu Sveitarfélagið Skagafjörður vegna snyrtingar fyrir fatlaða við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Ríki Vatnajökuls við Hornafjörð vegna þróunarverkefnis um vistvæna áningastaði og Borgarbyggð vegna deiliskipulags og tröppugerðar við Grábrók.
Ferðamálastofa óskar styrkþegum hjartanlega til hamingju með veitta styrki og hvetur jafnframt umsækjendur sem ekki fengu styrk í þetta skipti, að skoða aðrar fjármögnunarleiðir og/eða reyna aftur á næsta ári með enn vandaðri umsókn.
Listi yfir styrkþega 2010 (PDF)
Ljósmynd: Krossneslaug, við ystu höf, mynd af vatnavinir.is en Krossneslaug hlaut ásamt fjórum öðrum verkefnum Vatnavina Vestfjarða styrk í ár.
Birt:
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum 2010 “, Náttúran.is: 4. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/04/uthlutun-styrkja-vegna-urbota-feroamannastooum-201/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.