Eva Joly tekur undir áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur
Blaðamannafundur verður haldinn um málið í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. október klukkan 16.00.
Eva Joly hefur kynnt sér Magma-málið og tekur nú undir áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur og 20.000 Íslendinga á vefnum www.orkuaudlindir.is. Skorað er á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku; þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins, til einkaaðila og jafnframt er skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um orkuauðlindir landsins.
Eva Joly og Björk Guðmundsdóttir munu sitja fyrir svörum ásamt þeim Jóni Þórissyni og Oddnýju Eir Ævarsdóttur í Norræna húsinu klukkan fjögur, miðvikudaginn 13. október. 2010.
Birt:
13. október 2010
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Eva Joly tekur undir áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur“, Náttúran.is: 13. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/13/eva-joly-tekur-undir-askorun-bjarkar-gudmundsdottu/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.