Ríkisstyrkur til Norðuráls?
Frétt Morgunblaðsins í dag af fjárhagslegum stuðningi ríkisstjórnarinnar við álver Norðuráls í Helguvík á sömu forsendum og milljarðastuðningur við álver Alcoa í Reyðarfirði og Norðurál á Grundartanga bendir til að ríkisstjórnin hyggist lejggja Norðuráli til nokkra milljarða til að auðvelda fjármögnun.
Morgunblaðið bendir á, að áður en samningur ríkisins við Norðurál verður undirritaður, verði „fyrst að tilkynna hann, líkt og alla opinbera styrki af þessu tagi, til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem síðan skilar umsögn um samninginn. Þegar því er lokið fer hann fyrir Alþingi til samþykktar."
Umsögn (eða úrskurður) Eftirlitsstofnunar ESA snýst um hvort ríkisstyrkur til Norðuráls hamli samkeppni (milli álfyrirtækja) eða hvort um sé að ræða styrk til að efla byggð á Suðurnesjum. Þannig var 2,6 milljarða styrkur ríkisins (á gengi ársins 2003) til Alcoa Reyðaráls skilgreindur sem byggðatyrkur.
Sjá hér að neðan nokkrar athyglisverðar spurningar Dofra Hermannssonar - sem ESA hlýtur að velta fyrir sér. Af bloggsíðu Dofra:
Morgunblaðið bendir á, að áður en samningur ríkisins við Norðurál verður undirritaður, verði „fyrst að tilkynna hann, líkt og alla opinbera styrki af þessu tagi, til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem síðan skilar umsögn um samninginn. Þegar því er lokið fer hann fyrir Alþingi til samþykktar."
Umsögn (eða úrskurður) Eftirlitsstofnunar ESA snýst um hvort ríkisstyrkur til Norðuráls hamli samkeppni (milli álfyrirtækja) eða hvort um sé að ræða styrk til að efla byggð á Suðurnesjum. Þannig var 2,6 milljarða styrkur ríkisins (á gengi ársins 2003) til Alcoa Reyðaráls skilgreindur sem byggðatyrkur.
Sjá hér að neðan nokkrar athyglisverðar spurningar Dofra Hermannssonar - sem ESA hlýtur að velta fyrir sér. Af bloggsíðu Dofra:
Nokkrar spurningar fyrir alvöru fréttamenn:
- Hvort er hér um að ræða álver upp á 250 þúsund tonn eða 360-400 þúsund tonn eins og seinast var í umræðunni?
- Af hverju taldi Century stærra álver nauðsynlegt til að hægt yrði að fjármagna ævintþrið?
- Hvað er hæft í grunsemdum um að helst vaki fyrir Century að fá samþykktir fyrir pakkanum svo hægt sé að selja hann og bæta fjárhagsstöðu Century?
- Hvar á að fá orkuna sem álverið þarfnast? (Ath. að ólík svör fást eftir því hvort rætt er við OS eða HS sem tæpast getur talist hlutlaus aðili)
- Hvað verður þá eftir fyrir aðra aðila sem bæði skila fleiri störfum á hvert MW og meiri virðisauka til samfélagsins - s.s. græna iðaðarstarfsemi af ýmsu tagi?
- Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að framlengja orkusölusamning sinn við Norðurál sem rennur út nú um áramótin? (fundur í dag)
- Ef svo er, hve mikið mun OR þá eiga eftir til að selja til grænnar iðnaðarstarfsemi?
- Ef svo er, þýðir það þá að stefnt sé að Bitruvirkjun þrátt fyrir neikvætt umhverfismat?
- Ef svo er, hvað varð um þá afstöðu OR að ekki ætti að setja öll egg í sömu körfuna?
- Er slæm fjárhagsstaða Reykjanesbæjar og afleit staða Helguvíkurhafnar aðal ástæða þess hve hart bæjarstjóri Reykjanesbæjar sækir þetta hagsmunamál Century?
- Er eðlilegt/heppilegt að bæjarstjóri skuldugs Reykjanesbæjar sé jafnframt stjórnarformaður HS og taki ákvarðanir um fjárfestingar þess fyrirtækis?
- Er eðlilegt/heppilegt að bæjarstjórnarmaður og samflokksmaður bæjarstjórans í Reykjanesbæ sé jafnframt aðstoðarmaður fjármálaráðherra og þar af leiðandi nátengdur samningum ríkisins við Century um mögulegar ívilnanir til handa Century?
- Er með réttu hægt að segja að bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans hafi allir mikla pólitíska hagsmuni af því að Helguvíkurálver komist á koppinn?
- Er hætta á að pólitískir hagsmunir þessara manna hafi áhrif á ákvarðantöku þeirra?
Birt:
30. desember 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Ríkisstyrkur til Norðuráls? “, Náttúran.is: 30. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/30/rikisstyrkur-til-norourals/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.