Málverkið eftir 1980 - Listasafn Íslands
Sýningarstjórar eru listfræðingarnir Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson.
Myndin er af einu verkanna á sýningunni, málverkinu „Bei Hempels unterm Sofa IV“ (Undir sófanum hjá Jóni Jónssyni IV). Nafnið er dregið af þþsku orðatiltaki sem vísar til þess að sannleikurinn um hlutina sé falinn undir sófanum, eins og ruslið sem safnast saman undir sófanum endurspeglar lifnaðarhætti viðkomandi. Á þessari mynd, sem er máluð í Þýskalandi árið 1995 og er ein af fimm úr samnefndum myndaflokki, er fjallað um sannleikann á bak við „unnið fótboltamót“, þar sem lið húsráðanda bar sigur úr bítum (með funtaskap og illmennsku) fyrir X-árum síðan. Verkið er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur. Olía á striga. Stærð 130 x 200 cm.
-
Sjá fleiri verk eftir Guðrúnu á art-ad.is í flokknum gallerí og myndskreytingar.
Sjá vef Listasafns Íslands.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málverkið eftir 1980 - Listasafn Íslands“, Náttúran.is: 18. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/malverkid_1980/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007