Báturinn - hrein ánægja
Norræna ráðherranefndin hefur gefið út rit sem tengist umhverfisþáttum varðandi smábáta og smábátahafnir. Ritið er ætlað bátseigendum, félögum í siglingaklúbbum, sveitarfélögum, hafnaryfirvöldum og öðrum sem bera ábyrgð á bátum og bátahöfnum. Í ritinu er að finna upplýsingar um skyldur bátseigenda og hafnaryfirvalda til að koma í veg fyrir eða draga úr mengun í höfnum og umhverfis þær. Í ritinu eru einnig dæmi um leiðir til þess að draga úr mengun. Sumar lausnir á mengunarvandamálum kalla á breytingar og fjárfestingar í höfnum.
Ná í vefútgáfu.
Birt:
3. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Báturinn - hrein ánægja“, Náttúran.is: 3. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/baturinn_hrein_anaeg/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007