Ítalía pasta- og tómatvörur fá lífræna vottun
Hagkaup fær vottun til vinnslu á pasta- og tómatvörum sem seldar eru undir vörumerkinu Ítalía. Um er að ræða hluta af því vörumerki og fær Hagkaup heimild til að merkja þær
afurðir sem lífrænar og setja vottunarmerki Túns á þær.
Hagkaup fær vottun Túns á því að öll hráefni vottaðra vörutegunda eru ræktuð með lífrænum aðferðum í sátt við náttúruna án notkunar eiturefna, tilbúins áburðar eða erfðabreyttra lífvera. Ennfremur er staðfest að við vinnslu varanna er nákvæmlega farið eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð hráefnis í úrvinnslu, pökkun og merkingu.
Birt:
21. nóvember 2007
Tilvitnun:
Vottunarstofan Tún „Ítalía pasta- og tómatvörur fá lífræna vottun“, Náttúran.is: 21. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/21/italia-pasta-og-tomavorur-fa-lifraena-vottun/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. september 2010