Vegna rjúpnaveiða 2007
Umhverfisráðherra hefur sent frá sér þessa tilkynningu til skráðra veiðimanna:
Ágæti veiðimaður!
Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun.
Ég hef því ákveðið að fækka veiðidögum úr 26 í 18, viðhalda griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi og framlengja sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hinsvegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru.
Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
umhverfisráðherra
Birt:
Tilvitnun:
Þórunn Sveinbjarnardóttir „Vegna rjúpnaveiða 2007“, Náttúran.is: 30. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/30/vegna-rjpnavei-2007/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. október 2007