Veðurstofan, í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi á reit 4 í  Bolungarvík og  er rýming að hefjast. Á reit 4 eru eftirtalin hús: Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð.  Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir kl. 24:00 í kvöld.  Reitur 4 er fyrir neðan Traðargil í Bolungarvík og þar er verið að setja upp snjóflóðavarnargarð sem ekki er tilbúinn og því þarf að koma til rýmingar.  Önnur hús í Bolungarvík eru utan reits 4 og því ekki á hættusvæði.
Ástæða rýmingarinnar er vegna breytinga á veðri næsta sólarhringinn. Vaxandi norðaustanátt og él, 10-15 m/sek. en 15-23 m/sek. í nótt og snjókoma. Lægir talsvert um hádegi á morgun og snýst hann í sunnanátt með auknum hlýindum. Hiti um eða undir frostmarki.  Með þeirri úrskomusöfnun sem hefur átt sér stað í Traðargili og þeirrar úrkomu sem er að vænta í kvöld og nótt  ber að rýma hús á reit 4.  Fólk er beðið um að virða ákvarðanir um rýmingu og vera ekki á ferðinni um reit 4 fyrr en hættustigi er aflétt.
Sjá má kort af reit nr. 4 á vefsíðu Veðurstofunnar:
http://vedur.is/gogn/snjoflod/ryming/rymingarkort/bo_rymingarkort_07.pdf
Birt:
13. mars 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hús rýmd í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu“, Náttúran.is: 13. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/13/hus-rymd-i-bolungarvik-vegna-snjoflooahaettu/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: