Lambagras [Silene acaulis] skartar nú sínu fegursta á kjvörsvæðum sínum um allt land. Lambagrasið er ein af algengustu jurtum landsins segir á floraislands.is.

Það vex á melum, söndum og þurru graslendi. Það vex jafnt á láglendi sem hátt til fjalla, víða í 1100-1200 m hæð á Tröllaskaga. Það hefur hæst fundist í 1440 m hæð á Hvannadalshrygg. Lambagrasið myndar sérkennilegar, ávalar þúfur með langri og sterkri stólparót niður úr. Það blómgast fremur snemma á vorin.

Á Íslandi eru nú skráðar um 452 tegundir villtra blómplantna. Í dag þ. 15. júní er dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur á Íslandi og að því tilefni er farið í blómaferðir um allt land. Sjá nánar um Dag hinna villtu blóma.

Myndir er af einni af fjölmörgum lambagrasþúfum á Hellisheiðinni, 14.06.2008. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
June 15, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lambagras - Dagur hinna villtu blóma“, Náttúran.is: June 15, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/15/lambagras-dagur-hinna-villtu-bloma/ [Skoðað:March 3, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: