Á heimasíðu Almannavarna Ríkislögregkustjóra er að finna þessa tilkynningu varðand drykkjarvatn á Suðurlandi:

Þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi hafa verið opnar í allan dag. Fjöldi íbúa hefur nýtt sér þjónustu miðstöðvanna. Þar hafa starfsmenn bæjarfélaganna, sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum og björgunarsveitunum, frá lögreglunni og almannavörnum, gefið íbúum ráð og aðstoðað með ýmis mál vegna jarðskjálftana.

Á Selfossi er þjónustumiðstöðin í Tryggvaskála og verður hún opin frá kl. 10:00 - 16:00 á morgun sunnudag. Síminn þar er 486 8638.

Í Hveragerði er þjónustumiðstöðin í húsi Rauða krossins á jarðhæð. Hún verður einnig opin á morgun frá kl. 10:00 – 16:00. Síminn þar er 481 1895.

Eftir helgina verða þjónustumiðstöðvarnar opnar frá klukkan 13:00 – 20:00.

Ástand drykkjarvatns í Hveragerði hefur verið rannsakað og er vatnið ekki talið drykkjarhæft.

Einnig hefur ástand drykkjarvatns verið rannsakað í Árborg og er það nú talið drykkjarhæft. Hægt verður að nálgast drykkjarvatn á flöskum utan við söluskála Shell á Stokkseyri og við söluskála Olís á Eyrarbakka. Á Selfossi er unnt að nálgast drykkjarvatn í Tryggvaskála. Í Hveragerði verður hægt að nálgast drykkjarvatn í húsi hjálparsveitarinnar við Austurmörk.

Eftir lokun söluskálanna og þjónustumiðstöðvanna í kvöld verður hægt að nálgast vatn á Lögreglustöðinni á Selfossi og í lögreglubílum sem verða í þéttbýliskjörnum á Suðurlandi.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvers eðlis mengun drykkjarvatnsisn er en margt getur gerst í hamförum eins og þeim er gengu yfir svæðið. Náttúran mun koma með upplýsingar um breytt ástand þegar tillkynning berst.

Myndin er tekin að kvöldi skjálftadagsins þ. 29. maí fyrir utan Grunnskólann í Hveragerði en þar voru m.a. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson staddir til að stappa stáli í íbúa svæðisins.

Birt:
1. júní 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Drykkjarvatn á Suðurlandi“, Náttúran.is: 1. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/01/drykkjarvatn-susourlandi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: