Viðbrögð íslenskra almannaheillasamtaka við afleiðingum fjármálakreppunnar? Á hvern hátt ættu þau að breyta forgangsröðun verkefna sinna? Hvernig förum við að því að styrkja þessi samtök til að takast á við krefjandi aðstæður?

Hin ný stofnuðu samtök „Samtök um almannaheill“ boða til fundar að Hallveigarstöðum Túngötu 14, Reykjavík fimmtudaginn 6. nóvember kl. 09:00 - 12:00 um breytt hlutverk almannaheillasamtaka á erfiðum tímum í samfélaginu.

Dagskrá:

  • 9:00 Ávarp og setning - Guðrún Agnarsdóttir formaður Samtaka almannaheilla - Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
  • 9:15 Erindi - „Brýnustu verkefni og breytt starfsemi almannaheillasamtaka á erfiðum tímum (flutt á ensku; úrdráttur á íslensku ef óskað er) Ann Armstrong, gestakennari við Háskólann í Reykjavík.
  • 10:00 Kaffi.
  • 10:15 Fjögur stutt innlegg: Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Steinunn Hrafnsdóttir dósent Háskóla Íslands, Sigðurður Ólafsson verkefnisstjóri Háskólans í Reykjavík, Þórir Guðmundsson yfirmaður alþjóðasviðs Rauða krossins
  • 10:00 Umræður í hópum
  • 11:20 Skýrslur hópa og almennar umræður. Ályktun.
  • 12:00 Fundarslit

Öll aðildarfélög Samtaka um almannaheill eru hvött til að senda 3 eða fleiri einstaklinga á fundinn. Þá eru þau einnig hvött til að fá 2-3 úr forystu annarra almannaheillasamtaka til þátttöku.

Komum á fundinn, skiptums á hugmyndum, förum yfir möguleikana almannaheillasamtaka til að byggja upp nýtt og betra samfélag.

Ekkert gjald er fyrir þátttöku í fundinum. Vinsamlegast skráin ykkur sem fyst með tölvuskeyti á netfangið almannaheill@internet.is

Birt:
4. nóvember 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvernig bregðast almannaheillasamtök við breyttu samfélagi?“, Náttúran.is: 4. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/04/hvernig-bregoast-almannaheillasamtok-vio-breyttu-s/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. nóvember 2008

Skilaboð: