Lofslagsmerking á matvörur
Orð dagsins 20. júní 2008
Tækniráð Noregs (Teknologirådet) hefur lagt til við norsk stjórnvöld að tekin verði upp loftslagsmerking á matvörum til að auðvelda framleiðendum og neytendum að draga úr neikvæðum áhrifum framleiðslu og neyslu á loftslag jarðar. Til að þetta geti orðið að veruleika þurfa stjórnvöld að huga að þremur þáttum: Í fyrsta lagi þarf að byggja upp þekkingu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við framleiðslu á matvöu og þróa staðlaða aðferð til að mæla loftslagsspor. Í öðru lagi þarf að liðsinna neytendum við loftslagsvænni neyslu, t.d. með loftslagsmerkingum. Og í þriðja lagi þarf að koma á fót stoðþjónustu sem aðstoðar atvinnulífið við að kortleggja og draga úr eigin losun. Loftslagsmerking getur t.d. verið í formi tölu sem sýnir samanlagða losun vegna viðkomandi vöru, eða merkis sem auðkennir loftslagsvænstu vörurnar í hverjum vöruflokki.
Lesið frétt á heimasíðu Tækniráðsins í fyrradag
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Lofslagsmerking á matvörur“, Náttúran.is: 20. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/20/lofslagsmerking-matvorur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.