Í dag kynnti Úrvinnslusjóður átak sem á að hvetja fólk til að skila rafhlöðum inn til endurvinnslustöðva. Í dag kynnti Úrvinnslusjóður átak sem á að hvetja fólk til að skila rafhlöðum inn til endurvinnslustöðva. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að við hendum að meðaltali 80% allra rafhlaðna í ruslið. Á degi hverjum falla um 440 kg. af rafhlöðum til og af þeim lenda 93 kg. í úrvinnslu en 350 fara beint í venjulegt heimilissorp. Þar sem um 90% allra rafhlaðna eru svo til óskaðlegar umhverfinu mætti ætla að þetta væri ekki stórt vandamál í dag. En því er öðru nær, um 10% allra rafhlaðna eru mjög skaðlegar umhverfinu og innihalda þungmálma sem alls ekki eiga heima á almennum sorphaugum. Að skilja á milli skaðlegra og óskaðlegra rafhlaðna er ekki á allra færi og því mikilvægt að „öllum rafhlöðum“ sé skilað til endurvinnslu. Sjá nánar á vef Úrvinnslusjóðs. Sjá frétt á ruv.is.-


Birt:
21. febrúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rafhlöður eiga alls ekki heima í heimilissorpinu!“, Náttúran.is: 21. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/rafhlodur_i_heimilissorpi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: