Orð dagsins 27. júní 2008

Sjö af hverjum 10 ökumönnum í Noregi keyra um með allt of lítið loft í hjólbörðum bíla sinna. Afleiðingin er minna öryggi og meiri koltvísýringslosun en ella. Áætlað er að þetta kæruleysi Norðmanna kosti þá um einn milljarð norskra króna (um 16 milljarða ísl. kr.) á ári í auknum eldsneytiskostnaði! Almennt má ætla að eldsneytiseyðsla bíla aukist um 0,3 lítra á hundraðið ef loftþrýstingurinn er hálfu bari (7 pundum) of lítill.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag 26. júní sl.

Birt:
27. júní 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Of lítið loft í norskum hjólbörðum“, Náttúran.is: 27. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/30/litio-loft-i-norskum-hjolboroum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2008

Skilaboð: