Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd munu vinna að endurbótum á göngustígum í Þingvallaþjóðgarði um Jónsmessuhelgina, frá föstudegi til sunnudags, 22.-24 júní.

Fólk getur valið um að vinna alla þrjá dagana eða skemmri tíma, til dæmis staka daga án gistingar.

Mjög gott tækifæri til að kynnast hluta af Þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Sjálfboðaliðar tjalda í boði þjóðgarðsins. Matargerð verður að mestu sameiginleg og matarkostnaður lítill. Fólk kemur á einkabílum og sameinast í bíla þannig að allir fái far.

Skráning og nánari upplýsingar: Þorvaldur s. 895 6841 eða Sigrún s. 567 2149.

Ljósmynd: Þingvellir ©Árni Tryggvason.

Birt:
19. júní 2012
Höfundur:
Þorvaldur Örn
Tilvitnun:
Þorvaldur Örn „Sjálfboðavinna á Þingvöllum“, Náttúran.is: 19. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/19/sjalfbodavinna-thingvollum/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: