Dagana 17. - 19. október nk. verður haldið námskeið að Sólheimum í Grímsnnesi og munu önnur þrjú námskeið fylgja í kjölfarið. Námskeiðin byggjast á mannspekikenningum/anthroposopy Rudolf Steiner um 7 ára tímabil lífsins og möguleika manneskjunnar til andlegs þroska. Leiðbeinandi er hollendingurinn Henk-Jan Meyer.

17. - 19. okt. 2008 - „7 ára tímabilin“ - Leiðbeinandi: Henk-Jan Meyer

14. - 16. nóv. 2008  -  „Heilsa og sjúkdómar“ - Leiðbeinandi: Aart van der Stel

13. - 15. feb. 2009  -  „Nútímasjúkdómar“ - Leiðbeinandi: Aart van der Stel

27. - 29. mar. 2009  - „Maðurinn á þröskuldi hins andlega heims“ - Leiðbeinandi: Hank-Jan Meijer

Nánari lýsing á fyrsta námskeiðinu:

17. - 19. okt. 2008 - Henk-Jan Meyer - „7 ára tímabilin“

Á þessu helgarnámskeiði verður leitast við að líta á þroska mannsins á lífsbrautinni. Mismunandi stigum er lýst, í sjö ára tímabilum og mikilvægar hliðar á þroska égsins dregnar fram. Við munum hlusta á fyrirlestra, kafa dýpra í efnið í umræðum og vinna með það á listrænan máta.

Áhugi sífellt fleiri hefur vaknað á eigin ævisögu og æ fleiri upplifa þörf fyrir aukna sjálfsþekkingu og sjálfsinnsæi.

Hver er ég ?
Hvernig virka ég eiginlega ?
Hvað er ég að fást við og er það sem ég geri, það sem ég vil í raun og veru ?
Hvað merkir það að vera manneskja ?

Gegnum brautryðjandi rannsóknir Rudolf Steiner og fleiri þróast viskan um mannin (mannspekin), með hagný tri sálaþekkingu sem gerir raunveruleg tengsl við nýjan andlegan veruleika möguleg. Hliðina að slíkri þróun er að finna í égi mannsins: þegar ég læri að athuga og þroska áfram hvernig ég sjálf hugsa og framkvæmi.
    
1. Hvað er Mannspeki?  

2. Sjö ára hrynjandi manneskjunnar í tengslum við plánetuöflin. Við reynum að verða meðvituð um öflin sem eru að verki í lífi okkar.

3. Innsýn/ kynning á innri skólunarvegi. Undirbúningur fyrir það að verða meðvitaður um þörfina fyrir innri skólunarveg. Hvar og hvernig á ég að byrja?

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning fer fram á heimasíðu Mannspekifélagsins eða í síma 869-7673

Birt:
9. september 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þroski mannsins, 7 ára tímabilin“, Náttúran.is: 9. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/09/throski-mannsins-7-ara-timabilin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. september 2008

Skilaboð: