Ríkisstjórn Íslands viðurkennir vandann og tekur undir 2oC markmið ESB og Noregs

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands að samningar um framhald Kyoto-bókunarinnar - eftir 2012 - skuli miða að því að fyrirbyggja að andrúmsloft Jarðar htini um meira 2 gráður á Celcíus að meðaltali. Það er í samræmi við tilmæli Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Þessi stefnumörkun þýðir að draga verður verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda; að iðnríkin minnki losun sína um að minnsta kosti 30% (miðað 1990) fyriir 2020 og að dregið verði úr heildarlosun í heiminum um 50% fyrir 2050. Þau markmið gilda vitaskuld einnig um Ísland því öll iðnríki verða að ganga á undan með góðu fordæmi til að fá að samningaborðinu til að þróunarríki í örum hagvexti, Indland og Kína.

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa ásamt systursamtökum sínum í Evrópu og víða um heim barist fyrir að 2°C-markmiðið verði ein meginforsenda samninga um framhald Kyoto-bókunarinnar sem ljúka á í Kaupmannahöfn árið 2009. Meiri hlýnun en 2°C að meðaltali er hæpið að vistkerfi Jarðar þoli. Reyndar er ljóst að skýrslu IPCC 2°C hitnun mun valda verulegum skakkaföllum og ógna milljónum manna.

Náttúruverndarsamtök Íslands setja varnagla við undankomuleiðir sem tíundaðar eru í stefnu ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal svo kallaða geiranálgun sem öðru fremur miðar að því að áliðnaðurinn verði undaný egin losunarmörkum einstakra ríkja. Ennfremur leggja Náttúruverndarsamtökin áherslu á að samdráttur gróðurhúsalofttegunda eigi sér stað á Íslandi en verði ekki fluttur út til þróunarlanda.
Birt:
4. desember 2007
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Ríkisstjórn Íslands viðurkennir vandann“, Náttúran.is: 4. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/04/rikisstjorn-islands-viourkennir-vandann/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: