Opinn fundur um vistferilsgreiningar
Föstudaginn 26. mars kl. 14:30-15:45 býður námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands upp á opinn fund um vistferilsgreiningar í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 101. Fyrirlestrar fara fram á ensku og gert er ráð fyrir umræðum eftir framsögur.
What is LCA? How an LCA tool can help on carrying out LCA.
Some practical examples of industries using LCA
Dr. Larisa Maya Altamira, Consultant at PE North West Europe in Denmark.
Examples of the use of LCA in the construction sector
Dr. Harpa Birgisdóttir, Researcher at The Danish Building Research Insititute.
Allir velkomnir!
Um vistferilsgreiningu:
Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment, LCA) er aðferðafræði sem notuð er til þess að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu frá vöggu til grafar. Markmiðið með LCA er að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða og hvernig megi haga hönnun vörunnar og framleiðslu þannig að þau séu lágmörkuð. LCA er mikið notað til þess að bera saman mismunandi valkosti.
Notkun aðferðarinnar má sjá í auknum mæli í regluverki Evrópusambandsins, t.d. í úrgangsmálum. Aðferðin er einnig mikilvægur þáttur í vottun vistvænna bygginga í Evrópu auk þess er verið að þróa staðla fyrir framkvæmd LCA innan Evrópusambandsins, m.a. fyrir byggingar og byggingarefni. Aðrar iðngreinar, s.s. matvælaframleiðendur og stálframleiðendur, spila einnig stórt hlutverk í útbreiðslu LCA og hafa bæði innleitt LCA í vöruþróun og hafið þróun á stöðlum eða vottunarkerfum.
Nú er í annað sinn boðið upp á námskeið í vistferilsgreiningu við Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Í tengslum við það býður námsbrautin til opins fundar þar sem kennarar á námskeiðinu kynna aðferðarfræðina, hvernig nota megi LCA hugbúnað til þess að framkvæma vistferilsgreiningu og dæmi um notkun LCA.
Birt:
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Opinn fundur um vistferilsgreiningar “, Náttúran.is: 23. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/23/opinn-fundur-um-vistferilsgreiningar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.