Byggingar, inniloft og heilsa
Tilefni þessa málþings er vakning á mikilvægi heilnæms innilofts. Aðilar sem láta sig málið varða hafa ákveðið að stofna Íslandsdeild ISIAQ (International Society of Indoor Air Quality), IceIAQ .Tilgangur IceIAQ er að vera leiðandi í því að kynna mikilvægi loftgæða innandyra. Mikilvægi sem byggir á vísindalegri þekkingu og viðurkenndu stjórnsýslu- og lagaumhverfi. Markmið og tilgangur IceIAQ er eftirfarandi:
- Hvetja til umbóta í málefnum loftgæða innandyra og stuðla þannig að því að byggingar séu ekki heilsuspillandi og hefti ekki lífsgæði eða vellíðan almennings hvort sem er á eigin heimili, vinnustað, skóla eða opinberri stofnun.
- Stuðla að samvinnu við erlend sambærileg félagasamtök, ISIAQ og erlendar deildir innan ISIAQ.
- Stuðla að vexti og viðgangi alþjóðasamtakanna ISIAQ.
- Styðja við faglega umræðu um málefni loftgæða innandyra á meðal heilbrigðisstétta, vísindamanna og aðila innan byggingariðnaðarins.
- Stuðla að uppfræðslu almennings um mikilvægi loftgæða innandyra.
- Fá ólíkar stéttir og hagsmunaaðila til þess fjalla um loftgæði í byggingum.
- Hvetja stjórnvöld til þess að setja lög og reglugerðir sem stuðla að bættum loftgæðum innandyra og öflugri neytendavernd.
Umhverfi okkar á sinn þátt í vellíðan, lífsgæðum og þróun sjúkdóma. Fólk á norðlægum slóðum ver um 90% af tíma sínum innandyra og því er inniloft stór hluti af okkar umhverfi. Rannsóknir hafa sýnt að ýmis öndunarfæraeinkenni, bólgusvörun og fleiri einkenni og kvilla megi rekja til óheilnæms innilofts. Það er ýmislegt í innilofti sem þarf að huga að, loftskipti, raki, hitastig og agnir, hvort sem þær eru af lífrænum uppruna eða frá tilbúnum efnum. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að loftgæði í byggingum séu góð. Bæði heilsufarsleg fyrir einstaklinga og ekki síst fyrir vinnuveitendur og menntastofnanir.
Dæmi eru um að þegar loftskipti eru bætt og rakavandamál löguð aukast afköst starfsfólks í vinnu. Einnig dregur verulega úr tíðni fjarvista. Loftgæði í skólum skipta einnig miklu máli fyrir vellíðan, afköst og viðveru nemenda og kennara.
Ástand innilofts ræðst af því hvernig byggingarnar okkar eru hannaðar, byggðar, hvert er efnisval byggingarefna, innréttinga, húsgagna og lifnaðarháttum þeirra sem þar dvelja.
Dagskrá
13:00–15:00 Fundarstjóri Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ
- 13:00-13:10 Setning: Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
- 13:10-13:30 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir BSc líffræði, meistaranemi í lýðheilsuvísindum við HÍ
- Inniloft og heilsa, stofnun IceIAQ.
- 13:30-14:10 Matthias Braubach sérfræðingur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO - Leiðarvísar frá WHO um inniloft, raka og myglu og önnur efni með tilliti til heilsu.
- 14:10-14:30 Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands - Sveppir í íslenskum húsum, tegundir og helstu búsvæði þeirra
- 14:30-14:50 Davíð Gíslason sérfræðingur í lyf- og ofnæmislækningum - Yfirlit um tíðni rakaskemmda og tengsl við öndunarfæraeinkenni
- 14:50-15:10 Michael Clausen sérfræðingur í barna – og ofnæmislækningum - Mygla og öndunarfæraeinkenni hjá börnum
- 15:10-15:30 Umræður
Kaffi 15:30-15:50 15:50 – 18:00 Fundarstjóri Maríus Þór Jónasson M.Sc. í Framkvæmdastjórnun, Byggingartæknifræðingur B.Sc.
- 15:50-16:05 Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar - Ný mannvirkjalög, ný byggingarreglugerð og kröfur um loftgæði
- 16:05-16:20 Björn Marteinsson sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Leki, loftraki og rakaskemmdir
- 16:20-16:35 Jóhannes Helgason sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu - Inniloft á vinnustöðum á íslandi: Yfirlitsfyrirlestur um aðkomu Vinnueftirlitsins að inniloftsmálum
- 16:35-16:50 Vanda Úlfrún Liv Hellsing sérfræðingur á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun - Loftgæði í grunnskólum Reykjavíkur.
- 16:50-17:05 Benedikt Þorri Sigurjónsson meistaranemi í heilsuhagfræði við HÍ - Raki í húsnæði á íslandi og heilsufarsleg tengsl, EUSILC gögn.
- 17:10-17:20 Magnús Jensson arkitekt - Veðurbyggingar
- 17:20-17:30 VSÓ ráðgjöf - Byggingar og inniloft
- 17:30-17:40 Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður hjá Ergo lögmönnum - Réttarstaða kaupenda vegna leka- og rakavandamála í fasteignum
- 17:40 Umræður
Birt:
Tilvitnun:
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir „Byggingar, inniloft og heilsa“, Náttúran.is: 29. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/29/byggingar-inniloft-og-heilsa/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. maí 2012