Umhirða bílsins
- Best er að fara með bílinn í allsherjarskoðun hjá bílaumboðinu að minnsta kosti einu sinni á ári.
- Ráðlagt er að gá að loftþrýstingnum í dekkjunum reglulega. Dekkin slitna minna ef loftþrýstingurinn er sá sami auk þess sem að elsneytisnotkun er haldið í lágmarki.
- Gott er að bóna bílinn nokkrum sinnum á ári. Þá festist olía og ryk síður á bílnum og elsneytislsnotkun er minni ef bíllinn er hreinn (viðnám óhreyninda hefur áhrif).
- Hægt er að fá umhverfismerkt hreinsiefni fyrir bílinn.
- Betra er að velja hreinsiefni sem byggir á propylenglykol en etylenglykol. Propylenglykol er minna eitrað.
- Ráðlagt er að taka af toppgrindina og tengdamömmuboxið þegar þú ert ekki að nota það. Box eykur loftmótstöðu og eyðslu um allt að einn lítra á hverja 100 km.
- Hættulegt er að geyma drasl í bílnum. Það getur farið á ferð, komi til slyss.
- Óumhverfisvænt er að nota nagladekk. Svifryksmengun er að miklu leiti af völdum þeirra.
- Best er að láta stilla vélina regluglega.
- Með því að þvo bílinn á eigin bílastæði er verið að veita eiturefnum (bendsíni, tjöru o.f.) greiða leið í jarðveginn. Víða erlendis er blátt bann við því að þvo bílinn sinn heima .Bílaþvottastöðvar eru mis-umhverfisvænar og ráðlegt að spyrjast fyrir um hvernig þeir meðhöndli afrennslisvatn frá stöðinni.
Birt:
27. mars 2007
Tilvitnun:
Náttúran „Umhirða bílsins“, Náttúran.is: 27. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2007