Ísland bráðnar...
Á vef CBC er mynd um m.a. Odd Sigurðsson og rannsóknir hans á Mýrdalsjökli. Myndin heitir Ísland bráðnar eða Iceland melting á frummálinu. Margt athygli vert kemur fram í myndinni og gaman að sjá hvernig erlendir dagskrárgerðarmenn nálgast viðfangsefnið. Fleiri koma við sögu og litið er við á Kárahnjúkum. Fjallað um aukið ferskvatn í hafinu umhverfis landið og áhrif þess á Golfstrauminn. Helgi Björnsson tengir bráðnun íslenskra jökla við meiriháttar breytingar á veðurfari í Norður- Evrópu.
Birt:
3. desember 2007
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Ísland bráðnar...“, Náttúran.is: 3. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/03/island-braonar/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.