Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur skrifar ítarlega úttekt á vef Smugunnar í dag þar sem hann spyr hvort við getum virkjað endalaust. Niðurstaða hans er eftirfarandi:

Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu. Utan miðhálendisins væri þá eftir einn sæmilega stór orkukostur sem er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Vissulega eru virkjunarkostirnir fleiri en þeir eru allir minni og hafa ekki verið taldir sérlega hagkvæmir sem sést af því að þeir hafa ekki verið virkjaðir fyrir stóriðju. Það merkir líklega að þeir séu óhagkvæmir en gætu verið fullgóðir fyrir okkur, pöpulinn.

Því miður er það svo að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands er tómt plat. Þetta eru skþjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa. Það er fráleitt að æða út í framkvæmdir við álver eins og gert er í Helguvík og halda að það „reddist einhvern veginn“ þegar fyrirsjáanlegt er að það reddast ekki.

Birt:
1. október 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Hinar miklu orkulindir Íslands“, Náttúran.is: 1. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/01/hinar-miklu-orkulindir-islands/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: