Vetrarhátíð hefur í áratug boðið borgarbúum upp á fjölbreytta menningarviðburði og líflegar uppákomur sem litað hafa skammdegið skærum og skemmtilegum litum.
Í ár verður Vetrarhátíð borin uppi af þremur styrkum stoðum; Safnanótt á föstudagskvöldinu 11. febrúar, Heimsdegi barna á laugardeginum 12. ferbrúar og Kærleikum á sunnudeginum 13. febrúar.

Opnunaratriði Vetrarhátiðar að þessu sinni er sköpunarverk listahópsins Norðurbáls. Saga þjóðar er sögð í gegnum ljósaperu. Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður gerir hljóðmynd. Einar Örn Benediktsson, formaður Menningar-og ferðamálasviðs setur hátíðina og bíður gestum í Safnanæturstrætó sem bíður við Fríkirkjuveginn.

Opnunaratriðið hefst kl. 19:00 föstudaginn 11.febrúar í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg.

Allir viðburðir á Vetrarhátíð eru ókeypis nema annað sé tekið fram. Sjá nánar á vef Vetrarhátíðar Reykjavikur.

Á Græna Reykjavíkurkortinu hér á vefnum má sjá upplýsingar og staðsetningar á öllum söfnum og öðrum menningarstöðum í Reykjavík.

Birt:
11. febrúar 2011
Höfundur:
Höfuðborgarstofa
Tilvitnun:
Höfuðborgarstofa „Vetrarhátíð í Reykjavík - Safnanótt í kvöld“, Náttúran.is: 11. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/11/vetrarhatid-i-reykjavik-safnanott-i-kvold/ [Skoðað:2. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: