Orð dagsins 16. apríl 2009

Vegna hlýnandi loftslags gætu farfuglar þurft að leggja á sig allt að 400 km aukaflug vor og haust þegar líður á 21. öldina. Eftir því sem hlýnar færast sumarstöðvarnar norðar, en minni breytingar verða væntanlega á vetrarheimkynnunum. Meðal fugla sem gætu orðið illa úti í þessu má nefna ýmsa söngvara, en sumir þeirra eru allt niður í 9 g að þyngd. Auknar vegalengdir gætu haft úrslitaáhrif á það hvort þessir fuglar lifa flugið af. Aðlögunarhæfni þeirra er hins vegar mikil. 
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
15. apríl 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Fuglar þurfa að fljúga lengri leið með hitnandi lofslagi“, Náttúran.is: 15. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/16/fuglar-thurfa-ao-fljuga-lengri-leio-meo-hitnandi-l/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2009

Skilaboð: