Bygg í sápum frá Urtasmiðjunni
Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum við notkun lækningajurta, svo og nútíma þekkingu og rannsóknum á hollustu og heilsubætandi áhrifum jurtanna.
Gígja Kvam frumkvöðull og eigandi Urtasmiðjunnar hefur nú gert tilraunir með notkun á íslensku korni í jurtavörur sínar. Sjá vef Urtasmiðjunnar.
Hún notar bygg frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi í skrúbbsápur og hentar það vel með íslensku jurtunum. Þetta er afar forvitnileg vörulína sem hún hefur nú þróað og mun vera með sápurnar á hátíðinni Uppskera og handverk 2007 sem verður sett á Hrafnagili þann 10. ágúst. Sýningin er opin kl. 10:00-19:00 dagana 10.-12. ágúst næstkomandi.
Myndin er af byggakri. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bygg í sápum frá Urtasmiðjunni“, Náttúran.is: 4. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/04/bygg-spum-fr-urtasmijunni/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.