Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, kynnti í morgun skýrslu um áhrif hvalveiða á viðskiptahagsmuni íslenskra fyrirtækja og ímynd landsins á erlendum mörkuðum. Skýrslan er gerð fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare.

Af skýrslunni má m.a. ráða að hvalveiðar séu langt frá því að vera arðbær atvinnugrein. 750 milljónum hefur verið sóað af almannafé til rannsókna og stuðningsaðgerða af hálfu stjórnvalda. Umtalsverð andstaða er við hvalveiðar Íslendinga um alla heim og því miklivægt að kalla eftir stefnubreytingu og setja fram sömu kröfu á hvalveiðar og aðrar atvinnugreinar þ.e. að þær séu arðbærar og skaði ekki ímynd landsins og stefni þannig öðrum atvinnuvegum í hættu.

Sjá skýrsluna í heild sinni.


Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
24. maí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvalveiðar eru „bad business““, Náttúran.is: 24. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/25/hvalveiar-eru-bad-business/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. maí 2007
breytt: 26. maí 2007

Skilaboð: