Höfnum erfðabreyttum lífverum á Íslandi!
Í dag, miðvikudaginn 27. maí kl. 17.30, gangast nokkrir kennarar og nemendur í Háskóla Íslands fyrir málfundi og myndasýningu undir fyrirsögninni "Höfnum erfðabreyttum lífverum á Íslandi!" Fundurinn er haldinn í Háskólatorgi nr. 102.
Tilefni fundarins er fyrirliggjandi umsókn um leyfi til stórfelldrar útiræktunar á erfðabreyttu byggi til lyfja- og iðnaðarframleiðslu á Rangárvöllum.
Sýnd verður kvikmyndin "The World According to Monsanto" sem fjallar um félagsleg og vistfræðileg áhrif ræktunar erfðabreyttra plantna og skaðleg áhrif einkaleyfa sem líftæknifyrirtæki hafa komið sér upp á frætegundum.
Hinn heimskunni metsöluhöfundur Jeffrey Smith ávarpar fundinn og í lokin verða almennar umræður um málefni fundarins.
Mynd frá rense.com.
Birt:
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Höfnum erfðabreyttum lífverum á Íslandi!“, Náttúran.is: 27. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/27/hofnum-erfoabreyttum-lifverum-islandi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.