VARMÁRSAMTÖKIN standa fyrir útimarkaði í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA, í Álafosskvos, laugardaginn 25.ágúst.

Samtökin stóðu fyrir útimarkaði í fyrra sem tókst afar vel og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Áætlað er að hátt í 5000 manns hafi komið á svæðið. Í ár er ætlunin að hafa markaðinn með svipuðu sniði, þ.e. að selja ferska, helst lífræna matvöru, blóm og handverk ásamt því að bjóða upp á veitingar og ýmsa skemmtan. Markaðurinn fer fram í tveimur stórum 54m2 sölutjöldum og inni í salnum Þrúðvangi. Markaðurinn hefst kl.12:00 og stendur til kl.16:00.

Birt:
23. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Útimarkaður í Álafosskvos - Varmársamtökin“, Náttúran.is: 23. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/18/timarkaur-lafosskvos-dag/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. ágúst 2007

Skilaboð: