Nú er von á Norks Hydro til Þorlákshafnar, „til að skoða aðstæður“, en fréttaflutningur hinna ýmsu fjölmiðls af heimsóknum til Þorlákshafnar hafa helst líkst því að í Þorlákshöfn eigi sér nú stað samkeppni um álverslóð og góðvild bæjarstjórans í plássinu, Ólafs Áka sem stillir sér upp fyrir ljósmyndara hvað eftir annað og lýsir því yfir að allt sé að smella þar suðurfrá og allir spenntir fyrir að fá álver, jafnvel tvö og álgarð líka.

 

Íbúar Flóahrepps fengu að lýsa sinni skoðun á virkjunum við Þjórsá á íbúafundi í fyrradag og þá kom sannleikurinn i ljós. Fólk er ekki sammála því að virkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum og stíflurofsáhættu séu nauðsynlegar enda fyrir hvað. Til þess að mengandi og þensluhvetjandi álver rísi hér á svæðinu? Íbúar á Suðurlandi hafa aldrei verið spurðir hvort að þetta sé framtíðin sem þau sjái fyrir sér og börnin sín og flestir sem að greinarhöfundur hefur talað við, lýsa furðu sinni á yfirlýsingum um álver á Suðurlandi og trúa ekki að það geti verið nokkuð til í því. Þrátt fyrir það virðist málið vera komið á það stig að við eigum að halda að þetta sé mjög spennandi mál og bara spurning hver hreppir hnossið.

Hvar er stefna ríkisstjórnarinnar um stóriðjustopp næstu tvö árin? Lent, ofaní meðvirknisskúffu Ingibjargar og Geirs? Hver stjórnar málum þegar þau eru komin á þetta stig í fjölmiðlaumfjöllun. Hver tekur af skarið og segir „hey,hey, rólegir strákar það er enginn að fara að gera neitt í þessa átt fyrr en mótuð hefur verið heilstæð stefna fyrir landið allt“. Hvar er hið „fagra Ísland“ Samfylkingarinnar? Það fer ekki mikið fyrir því nú rétt eftir kosningar eða hvað finnst ykkur kæru Íslendingar? Er þetta bara allt mál einhverra annarra og við höfum ekkert um það að segja hvað gerist í þessu landi.

Myndin er af höfninni í Þorlákshöfn. Höfn sem er gersamlega ónýtanlega sem álvershöfn. Ljósmynd: Birgir Þórðarson.

Birt:
27. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þorlákshöfn - Vinsæll viðkomustaður aðstandenda álfyrirtækja“, Náttúran.is: 27. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/27/orlkshfn-vinsll-vikomustaur-standenda-lfyrirtkja/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júlí 2007

Skilaboð: