Göngufélagið Líttu þér nær hefur um áraraðir gengið vítt og breytt um Hellisheiði og Hengilssvæðið. Hinn margfróði Björn Pálsson sagn- og jarðfræðingur er leiðsögumaður göngufélagsins og er öllum heimil ókeypis þátttaka. Gönguhraði er miðaður við að sem flestir geti tekið þátt í ferðunum, allt frá fjögurra ára til áttræðs. Að sögn Björns er náttúrufegurðin á svæðinu ólýsanleg og gerist hann aldrei þreyttur á að kanna svæðið „því alltaf sé eitthvað nýtt að sjá“.

Ganga 3 Kþrgilsganga, verður laugardaginn 26. ágúst og hefst kl. 10:00 árdegis. Aka skal af austanverðri Hellisheiði veg merktan „Ölkelduháls“ og að suðausturhorni Kþrgilshnúka (þeir sem ekki þekkja Kþrgilshnjúka með nafni líti eftir öðrum bifreiðum!). Gengið verður um hnúkana með Kþrgili sunnanverðu, farið fyrir botn gilsins og niður hrygginn norðan þess til Þverárdals. Þaðan verður síðan gengið til bifreiða. Áætlaður göngutími 4 klst.
Ganga 4 Sauðadalir og Jósepsdalur, laugardaginn 9. sept. Mæting við Litlu-Kaffistofuna í Svínahrauni kl. 10:00. Þaðan verður gengið um Sauðadali, Ólafsskarð, Jósepsdal og síðan greiðustu leið til baka. Skálar og skálaminjar verða skoðaðar á leiðinni. Þarna er ætlað æfingarsvæði torfæruhjóla og því fróðlegt að skoða svæðið nú, Áætlaður göngutími 4 klst.

Myndin er af göngufólki á ónefndum áfangastað í Kþrgilsgöngu. Ljósmynd: Björn Pálsson.





Birt:
20. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Líttu þér nær - náttúruperlurnar á heiðinni“, Náttúran.is: 20. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/nattperlur_heidin/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: