Sveiflurnar í kaldavatnsnotkun um hádegisbilið í dag eru einhverjar greinilegustu sveiflur sem sést hafa á mælum Orkuveitu Reykjavíkur frá því um jól.
Það sést glöggt á vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu að vel var fylgst með leik Íslendinga og Spánverja á Ólympíuleikunum í dag. Vatnsnotkunin fylgir spennustigi leiksins af ótrúlegri nákvæmni, þar sem gangur leiksins er greinilegur af vatnsnotkuninni. Sumir þykjast geta lesið leikhlé úr meðfylgjandi línuriti og jafnvel almennt spennustig leiksins. Salernisferðir í hálfleik, í leikslok og að lokinni útsendingunni frá Peking eru þó greinilegustu sveiflurnar.
Algengt er að hægt sé að lesa í vatnsnotkuninni sameiginlegt atferli höfuðborgarbúa og er jólabaðið síðdegis á aðfangadag einna greinilegast. Sveiflurnar í dag sýna að íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru viðlíka samtaka í að fylgjast með handboltanum og í því að fara í jólabaðið.
Birt:
22. ágúst 2008
Tilvitnun:
Eiríkur Hjálmarsson „Ótrúlega sveiflur í leiknum - og í vatnsnotkun“, Náttúran.is: 22. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/22/otrulega-sveiflur-i-leiknum-og-i-vatnsnotkun/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: