Sandur berst nú með austlægum áttum yfir höfuðborgarsvæðið og hefur svifryk því mælst yfir heilsuverndarmörkum í dag. Meðaltalsstyrkur svifryks (PM10) frá miðnætti í dag er 120 míkrógrömm á rúmmetra. Veðurstofan spáir svipuðu veðri í kvöld og á morgun og má því búast við að svifryk mælist áfram yfir mörkum. Ryk berst af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í grennd við borgina. Fínustu agnir þessa ryks valda þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma óþægindum.

Sjá loftgæði núna.
Birt:
4. júní 2008
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík“, Náttúran.is: 4. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/04/svifryk-yfir-heilsuverndarmorkum/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: