Í kvöld kl. 22:00, verður Reykjavíkurborg myrkvuð og ef að skþ þvælast ekki fyrir, sjást himintunglin í allri sinni glitrandi dýrð. Á tjörninni munu náttúruverndarsinnar standa fyrir kertafleytingu og syrgja þannig drekkingu lands og upphaf fyllingu Hálslóns. Tveim stundum áður eða kl. 20:00 munu íbúar við Lagarfljótið fleyta kertum á Fljótinu. Flotkerti verða seld á staðnum til styrktar málstaðnum, en þeir sem koma því við geta komið með sín eigin flotkerti. Flotkerti eru án álbakka og eiga því að brenna alveg upp og valda því ekki mengun í tjörninni.

Ef einhvern langar að lesa/flytja eitthvað stutt og viðeigandi er velkomið að gera það segir í fréttatilkynningu frá Náttúruvaktinni.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kertafleyting í myrkrinu“, Náttúran.is: 28. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/kertafleyting/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: