Hótel Búðir kaupir þrjár kindur.is kindur
Hótel Búðir á Snæfellsnesi hefur fest kaup á kindum hjá kindur.is. Um er að ræða 3 kindur að bænum Fossi sem er í sömu sveit og Hótel Búðir. Hótel Búðir er trúlega fyrsta hótelið í heiminum sem kaupir sér kindur á fæti til að rækta lambakjötið sitt sjálft. Hótelið hefur lengi verið þekkt fyrir gómsætan matseðil, stutt er á miðin frá Snæfellsnesi og því aðgengi að ferskum fisk eins og best verður á kosið. Nú hefur aðgengi að "heimaræktuðu" lambakjöti bæst við matseðilinn.
Á facebook síðu Hótel Búða stendur nú yfir nafnasamkeppni á kindunum, í verðlaun er gjafabréf fyrir 2 í þriggja rétta kenjar kokksins. Vonum við að þetta sé uphafið að því að hótel og veitingastaðir leyti í auknum mæli að aðföngum í sinni heimasveit.
Birt:
Tilvitnun:
Helga Bjarnardóttir „Hótel Búðir kaupir þrjár kindur.is kindur“, Náttúran.is: 22. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/22/hotel-buoir-kaupir-thrjar-kindur-kindur/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.