Framfarir á vistvænum bílum
Toyota, bílaframleiðandinn, hefur nú kynnt til sögunnar bíl sem dregur allt að 830 km á einum tanki.
Bíllinn er rafmagnsbíll og gengur hann fyrir vetni. Það eina sem bíllinn losar út í umhverfið er hreint vatn. Slíkir bílar hafa þó verið til, en þessi gerð vetnisbíla mun vera þróaðri en aðrar sem Toyota hefur gert. Reuters fréttaveitan gerir grein fyrir þessu. Nokkurs konar sjálfhlaðin rafhlaða er í bílnum sem framleiðir rafmagn með hjálp vetnis.
Gengur bíllinn jafnvel þó hitstig fari niður í -30°C og fullyrt er að hann geti náð allt að 155 km hraða á klukkustund. Bílarnir verða teknir í notkun hjá opinberum stofnunum í Japan síðar á þessu ári. Auk þess er búist við að fleiri muni koma til með að nýta sér slíka bíla. Bílar sem þessi eru taldir vera raunhæfur kostur til framtíðar en nú leita menn stöðugt að arftaka bensínbílanna.
Mikil samkeppni ríkir nú á milli Toyota og Honda um það að verða leiðandi á þessum markaði.
Birt:
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Framfarir á vistvænum bílum“, Náttúran.is: 9. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/09/framfarir-vistvaenum-bilum/ [Skoðað:25. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.