Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Ólafsfirði og Siglufirði.

Á Ólafsfirði er það reitur 6. Á reitnum er dvalarheimilið Hornbrekka og verða íbúar þar fluttir til innan hússins.

Á Siglufirði er það reitur 8 en á honum eru um 30 íbúðarhús sem þarf að rýma.
Birt:
30. mars 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hættustig á Ólafsfirði og Siglufirði“, Náttúran.is: 30. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/30/haettustig-olafsfiroi-og-siglufiroi/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: