Sveitarstjórnir og rútufyrirtæki skylduð til að velja visthæfa bíla
Orð dagsins 23. október 2008.
Þing Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær reglur sem skylda sveitarstjórnir og rútufyrirtæki til að taka aukið tillit til umhverfisþátta við innkaup á farartækjum. Vonir standa til að með þessu megi auka hlut visthæfra farartækja í bílaflotum sveitarfélaga verulega, þannig að árlega kaupi þessir aðilar innan ESB um 110.000 visthæfa fólksbíla, 110.000 sendibíla, 35.000 vörubíla og 17.000 rútur. Um leið er vonast til að þetta leiði til lækkandi verðs á visthæfum farartækjum í ljósi hagkvæmni stærðarinnar.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
23. október 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sveitarstjórnir og rútufyrirtæki skylduð til að velja visthæfa bíla“, Náttúran.is: 23. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/23/sveitarstjornir-og-rutufyrirtaeki-skilduo-til-ao-v/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.