Boðað er til stofnfundar samtaka áhugafólks um umhverfi og vellíðan fimmtudaginn 5. mars kl. 20.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík. Á fundinum verður farið yfir aðdraganda og markmið samtakanna. Lögð verður fram tillaga að lögum og skipuð sjö manna bráðabirgðastjórn sem sitja mun fram að aðalfundi sem haldin verður í apríl 2009.

Að loknum stofnfundarstörfum verður boðið upp á fimm áhugaverð ör-erindi en þau eru:

  • Áhrif hverfahönnunar á útiveru og hreyfingu barna - Kristín Þorleifsdóttir Ph.D.-umhverfishönnun, landslagsarkitekt FÍLA
  • Fegrun neðanjarðarganga á Landsspítalanum - Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur/smiður, ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn
  • Endurheimt í byggðu umhverfi - Páll Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði við Háskólann í Sydney
  • Nærumhverfið er musteri sálarinnar! - Anna María Pálsdóttir doktorsnemi í umhverfissálfræði
  • Bjargráð í hjúkrun - Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur
Nánar um aðdragandann: Enginn þarf að efast um að umhverfi fólks hefur mikil áhrif á líðan þess og hegðun og er mikilvægt, ekki síst nú þegar allsherjar uppstokkun á sér stað í okkar þjóðfélagi, að auka hróður  þeirra greina sem lúta að lþðheilsu, umhverfissálarfræði og -hönnun og koma inn með nýjar áherslur. Hafa áhrif á samfélagið.  Efla þarf vitund stjórnvalda og almennings á greinunum, því sá þekkingarbrunnur sem skapast hefur á sviði lþðheilsu og  umhverfissálfræði og -hönnun getur í mörgum tilfellum boðið upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir, við vandamálum sem blasa við, til dæmis á sviði heilbrigðismála og skipulagsmála.

Drög að markmiðum með stofnun samtakanna

Markmið samtaka áhugafólks um umhverfi og vellíðan eru m.a. að:

  • Skapa vettvang fyrir umræður, fróðleik og átaksverkefni. Á slíkum vettvangi geta ólíkir geirar samfélagsins deilt hugmyndum og miðlað af reynslu, sem gæti leitt af sér frjóa umræðu, fræðandi skrif, fræðslu og ábendingar sem leiða til umbóta. Slíkt leiðir mögulega til hvers kyns samvinnu og samheldni, auk þess sem nýir vinklar eða forsendur skapast.
  • Stilla saman strengi þeirra sem láta sig varða umhverfisgæði og áhrif umhverfis á vellíðan - "maðurinn einn er ei nema hálfur - með öðrum er hann meiri en hann sjálfur".
  • Móta þrýstihóp með áherslu á að sjónarmið umhverfisgæða og lþðheilsu fái meira vægi í þjóðfélagsumræðunni
  • Tengjast erlendum samtökum sem starfa á þessum vettvangi t.d.:
  • EDRA (Environment, Design, Research Association) er alþjóðleg samtök áhugafólks um áhrif umhverfis á atferli og heilsu. EDRA samtökin halda árlega ráðstefnu þar sem  umhverfissálfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, skipulagsfræðingar, félagsfræðingar, lþðheilsufræðingar, læknar og margir aðrir bera saman bækur sínar. Markmiðið með EDRA er að rannsaka tengslin milli manns og umhverfis, bæði hins byggða og náttúrulega og hanna umhverfi sem mætir þörfum fólks. Nánar um EDRA sjá edra.org

Að undirbúningi um stofnun samtaka áhugafólks um umhverfi og vellíðan hafa staðið þau Auður I Ottesen, Páll Líndal, Anna María Pálsdóttir, Kristín Þorleifsdóttir, Þóra Karlsdóttir og Guðbjörg Garðarsdóttir.

ALLIR áhugasamir eru hvattir til að mæta. Vinsamlega staðfestið komu ykkar á stofnfundinn á netfangið audur@rit.is.
p.s. Auglýst er eftir þjálu nafni á samtökin!

Mynd: Litlir fætur í sandfjöru Laugarvatns. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. febrúar 2009
Höfundur:
Auður I. Ottesen
Tilvitnun:
Auður I. Ottesen „Samtök áhugafólks um umhverfi og vellíðan í burðarliðnum“, Náttúran.is: 28. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/28/samtok-ahugafolks-um-umhverfi-og-vellioan-i-buroar/ [Skoðað:17. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: