BrönugrasÁrlega er haldið upp á sameiginlegan Dag villtra blóma á Norðurlöndum. Grasagarðurinn í Reykjavík býður af því tilefni upp á leiðsögn um Laugarnestanga sunnudaginn 13. júní, kl. 11-13. Plöntur verða greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttökuna. Leiðsögn er í höndum Hjartar Þorbjörnssonar safnvarðar Grasagarðsins.
Gestir mæta við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga kl. 11. Þeir sem eiga plöntuhandbækur og stækkunargler eru hvattir til að taka þau með í gönguna. Boðið verður upp á piparmintute að göngu lokinni.
Flóruvinir standa fyrir plöntuskoðunarferðum víða um land sunnudaginn 13. júní og má finna upplýsingar um skoðunarferðir Flóruvina á heimsíðu Flóru Íslands.

Ljósmynd: Brönugras [Dactylorhiza maculata ssp. islandica], Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
11. júní 2010
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Dagur villtra blóma í Grasagarðinum í Reykjavík 13. júní“, Náttúran.is: 11. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/11/dagur-villtra-bloma-i-grasagardinum-i-reykjavik-13/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: