„Dagur umhverfisins“ verður haldinn hátíðlegur í Höfn í Hornafirði á sunnudaginn 3. maí með dagskrá í Nýheimum en í lok málþingsins verður farið í gönguferð með leiðsögn í náttúruperluna Ósland.

Dagskrá málþingsins:

  • 9:00 Setning Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Umhverfisnefndar
  • 9:10 Þróun sorpmála í Sveitarfélaginu Hornafirði frá 2007 og næstu skref - Haukur Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri tækni‐ og umhverfissviðs Hornafjarðar
  • 9:30 Umhverfisvernd og umgengni við fyrirtæki - Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands
  • 9:50 Fuglaslóð á Suðausturlandi - Brynjúlfur Brynjólfsson, f.h. Fuglaathugunarfélags Suðausturlands
  • 10:10 Kaffihlé ‐ Umhverfisviðurkenning veitt
  • 10:40 Njótum og nemum í nærumhverfinu - Rannveig Einarsdóttir, formaður Ferðafélags Austur – Skaftafellssýslu
  • 11:00 Góð ráð fyrir þig og umhverfið - Guðrún Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri vefupplýsingamiðilsins Náttúran.is
  • 11:30 Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs - Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Austurlandi
  • 12:00 Matarhlé
  • 13:00 Gönguferð með leiðsögn frá Nýheimum í náttúruperluna Ósland - Sigurður Hannesson starfmaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
  • 14:00 Málþingi slitið við Óslandshraun - Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri.

Fundarstjóri: Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Allir velkomnir!

Mynd: Undir Vatnajökli í ágúst 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
1. maí 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfi og samfélag í mótun“, Náttúran.is: 1. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/01/umhverfi-og-samfelag-i-motun/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: