Bændur taka á móti gestum
Næsta sumar ætlar hópur íslenskra bænda að opna bæinn sinn fyrir gestum og gangandi.
Bændurnir eru þátttakendur í verkefninu Opnum landbúnaði sem Bændasamtökin hafa umsjón með. Markmiðið er að byggja upp tengslanet bænda sem bjóða upp á þessa þjónustu
sem ný tur mikilla vinsælda. Þetta er ný lunda hér á landi en sambærileg verkefni hafa þróast í nágrannalöndunum og tekist vel.
Framúrskarandi bændur
Að sögn Berglindar Hilmarsdóttur, verkefnisstjóra Opins landbúnaðar og bónda undir Eyjafjöllum, eru margir framúrskarandi bændur hér á landi sem hafa fengið heimsóknir ár eftir ár frá áhugasömu fólki, íslensku og erlendu, sem vill kynna sér það sem fram fer á íslenskum sveitabæjum.
Tími kominn til að skipuleggja
„Okkur fannst tími til kominn að hafa samband við þessa bændur og kortleggja það kynningarstarf sem þeir hafa sinnt af miklum myndarskap og bjóða þeim og öðrum áhugasömum að vera hluti af tengslaneti bænda sem hafa opnað bæi sína fyrir gestum,“ segir Berglind og bætir við að þannig sé hægt að skipuleggja starfið og gera það opinbert með auglþsngum og gjaldtöku í samráði við bændurna sjálfa.
Heimsóknir í sumar
Nú eru þegar sjö bæir í samstarfi við Bændasamtökin sem taka á móti skólabörnum. Á þessa bæi koma árlega á annan tug þúsunda gesta þannig að þörfin fyrir opna bæi er mikil og eftirspurnin er vaxandi. ,,Ef allt gengur að óskum verða allt að 20 bæir opnir á þessu ári og í lok ársins verðum við komin með dýrmæta reynslu til að byggja á fyrir framtíðina,“ segir Berglind og nefnir að Opinn landbúnaður verði auglýstur í Bændablaðinu og öðrum fjölmiðlum þannig að ekki fer á milli mála hvaða bæir standa gestum til boða og á hvaða forsendum. „Fjölbreytnin er mikil og
það verður spennandi fyrir almenning að geta farið í heimsókn á sveitabæ, gefið sér góðan tíma og jafnvel fengið sér kaffisopa þar sem það verður í boði. Og að sjálfsögðu greiða allir sanngjarnt verð fyrir skemmtunina,“ segir Berglind Hilmarsdóttir að lokum.
Birt:
Tilvitnun:
Bændablaðið „Bændur taka á móti gestum“, Náttúran.is: 27. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/27/baendur-taka-moti-gestum/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.