Hósti
Leitið ávallt orsaka hóstans áður en jurtalækning er hafin. Sé barnið með hósta a völdum kvefs eða annarar sýkingar í lungum og öndunarvegi er gott að gefa te af jurtum, einkum blóðbergi, garðablóðbergi, hóffífli, lakkrísrót, ísópi, fagurfífli, fjallagrösum, lyfjagrasi og sólblómahatti. Gerið teið af einni eða fleiri jurtanna og gefið slímlosandi jurtir með sólblómahattinum.
Einföls hóstasaft handa börnum
2 x lakkrísrót (eða seyði)
2 x blóðberg eða garðablóðberg (te)
2 x hóffífill (te)
1 x sólblómahattur (seyði)
Gefið þriggja ára gömlu barni 2-3 msk á klukkutíma fresti af saftinni og yngri börnum minni skammt. Allar jurtir sem nefndar voru undir hósta eru mjög mildar, að undanskildu lyfjagrasi. Hrein urtaveig er sterkari en saftin og hæfileg skammtastærð af urtaveig fyrir t.d. þriggja ára barn er 2 ml þrisvar á dag.
Urtaveigin geymist lengur og því má eiga hana tiltæka þegar þörf krefur. Leitið til læknis ef hósti lagast ekki á 4-6 dögum.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Hósti“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/hsti1/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007